Rannsóknir Sakamála

Velkomin í námið Rannsóknir sakamála

Við hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar (MSL) erum stolt af því að kynna til sögunar heildstætt nám í rannsóknum sakamála sem krefur nemendur um vinnuframlag upp á 420 klukkustundir yfir sex mánaða tímabil, samsvarar 15 ECTS einingum í háskólanámi. Þá fer þekkingarhluti námsins að mestu leyti fram á kennsluvefnum en áhersla verður á raunhæf verkefni í lotum. Markmið námskeiðsins er að auka almenna hæfni lögreglumanna við rannsóknir.  Að námskeiðinu loknu hafi nemendur öðlast næga þekkingu og færni á lögreglurannsóknum til að bera ábyrgð á rannsóknum.  Þeir kunni grunnatriði lögreglurannsókna og þekki kröfur sem gerðar eru til þeirra. Að námi loknu skulu nemendur hafa færni til að skipuleggja rannsóknir, taka skýrslur af aðilum máls, afla og meta sönnunargögn og undirbúa mál fyrir ákæruvaldið. 

Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem námið er með þessu sniði má búast við einhverjum hnökrum í skipulagi og upplýsingaflæði en leiðbeinendur og umsjónarmenn munu gera sitt besta til að svara spurningum og skýra það sem óskýrt er með tölvupóstum og umræðum á vef þessum.

Mikilvægt er að mæta í allar lotur enda fer þar fram samþætting bóklegrar og verklegrar færni.

Fyrir höhd MSL bíð ég ykkur velkomin í námið!

Ólafur Örn Bragason