TÓN0156-H17 - Tónlist og tónlistaruppeldi

Meginviðfangsefni námskeiðsins lúta að tónlist og uppeldisfræði tónlistar. Annars vegar er fengist við fræðilegar kenningar um tónlistarþroska barna og aðferðir og efni sem beita má til að auka tónlistarfærni barna á mismunandi aldri, og hins vegar viðfangsefni sem ætlað er að efla tónlistarfærni nemenda námskeiðsins og örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu í tónlist. 

Fjallað er um stefnur og strauma í tónlistaruppeldi. Sjónum er beint að margskonar tónlistarformum, efni og tækjum, einkum þó  „skólahljóðfærum“ og röddinni, í því skyni að skoða eðli þeirra og eiginleika til tónlistarsköpunar og flutnings.

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • geta gert grein fyrir helstu stefnum og straumum í tónlistaruppeldi,
  • geta útskýrt og rökstutt mikilvægi tónlistar sem tjáningarforms og boðskiptatækis,
  • geta rökstutt gildi og mikilvægi tónlistar sem þáttar í öllu skólastarfi,
  • geta fjallað um tónlist/tónverk frá ólíkum sjónarhornum,
  • geta skipulagt tónlistarverkefni sem hluta af listuppeldi barna,
  • geta beitt röddinni í söng á þann hátt sem samræmist söng barna,
  • geta notað „skólahljóðfæri“.

Undanfarar / Forkröfur:

Engir undanfarar / forkröfur skráðar á námskeiðið

Námsleiðir:

Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Kennarafræði, B.Ed. (180 einingar) (Annað ár, Haust, Leikskólakjörsvið)


Teacher: Helga Kvam