ÞFS0105-V18 - Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun

Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun. ÞÞFS0105. 10 ein. Vor 2018.

Kennarar: Sigrún Gunnarsdóttir (SG), dósent HÍ og Háskólanum á Bifröst (umsjón), Helga Bragadóttir (HB), prófessor HÍ, Stefán Guðnason (St.G) verkefnastjóri hja Símenntun HA.

Námskeiðslýsing:

Fjallað er um forystu, stjórnun, mannauðsstjórnun og ígrundun með sérstakti áherslu á þjónandi forystu og áherslu á heilbrigðisþjónustu. Byggt er á virkri þátttöku nemenda og verkefnavinnu. 1) Kynntar helstu kenningar í stjórnun og forystu, áhersla á heilbrigðisþjónustuna. 2) Fjallað um hugmyndafræði þjónandi forystu, rannsóknir á sviðinu, dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem nýta hugmyndafræðina, vísbendingar um árangur þjónandi forystu. 3) Hugmyndafræði ígrundunar kynnt og hvernig beita megi ígrundun til að styrkja sig í starfi. 4) Fjallað um mannauðsstjórnun og starfshvatningu með áherslu á heilbrigðisþjónustuna. 5) Áhersla á nýjar rannsóknir á sviðinu og hagnýtingu fræða í starfi stjórnenda og leiðtoga. Námslýsing og námsefni er vistað á Moodle.

Aðalkennslubækur eru tvær og fást í Bóksölu stúdenta. Eru einnig til útláns á bókasafni HA:

1)      Peter G. Northouse (2015). Leadership: Theory and Practice (7th Edition)

2)      Robert K. Greenleaf (2008). Servant as Leader.

Auk þess er byggt á tímaritsgreinum og skýrslum, sjá nánari í lýsingum á hverjum námshluta

Kennslustundir og námsmat. Mikilvægt er að nemendur komi undirbúnir í kennslustundir. Kennsla er í formi stuttra fyrirlestra og samtals með virkri þátttöku nemenda. Námsmat í formi verkefna með áherslu á fræði og hagnýtingu þeirra, kynnt í kennslustundum. Lágmarkseinkunn í hverjum hluta: 5,0.