LOK2106-V19 - B.Sc.- ritgerð

Lokaverkefni miðast við að þjálfa nemendur í sjálfstæðum rannsóknavinnu er lúta að öflun ganga, greiningu á þeim og framsetningu á niðurstöðum.  Verkefnið er sjálfstæð vinna nemenda undir handleiðslu kennara. Verkefnið skal vera á því sérsviði sem nemandinn hefur valið. Lokaverkefni miðast við að undirbúa nemendur til frekari náms og stunda sjálfstæðar rannsóknir.  Nemendur verða að hafa fyrstu einkunn (7,25 að meðaltali) til að geta átt kost á að gera lokaverkefni og að auki verða að hafa lokið að lágmarki 120 ECTS einingum áður en hægt er að byrja vinnu við lokaverkefnið.  Sjá nánar „Leiðbeiningar um lokaverkefni“.

Hæfniviðmið:

Að nemendur sýni getu sína í sjálfstæðum vinnubrögðum í aðferðafræði og kenningum viðskiptafræða.

 Þekking nemenda er fólgin í:

·      þekkja vel til heimilda og gagnasafna

·      öðlist þekkingu í notkun á megindlegum og/eða eigindlegum rannsóknaraðferðum

·      öðlist þekkingu á fræðilegum vinnubrögðum

Leikni nemenda er fólgin í að þeir geti:

·      Valið rannsóknaaðferðir sem henta verkefninu

·      Sett fram rannsóknarspurningu

·      Aflað fyrirliggjandi sem og frumheimilda

·      Unnið úr niðurstöðum eigin og/eða fyrirliggjandi rannsókna

·      Unnið með heimildir og sett fram heimildaskrá samkvæmt APA kerfinu

Hæfni nemenda er fólgin í að þeir geti:

·      Geti unnið sjálfstætt, metið umfang rannsóknarverkefnis og skipulagt vinnu sína

·      Beitt gagnrýninni hugsun, túlkað gögn, dregið ályktanir af þeim og rökstutt ályktanir sínar

·      Stundað framhaldsnám á sviði viðskiptafræði