VOÞ0104-V19 - Vöxtur og þroski

Námskeiðinu er ætlað að veita greinargóða innsýn í vöxt og þroska mannsins frá vöggu til grafar og helstu kenningar þar að lútandi. Fjallað er um líkamlegan, vitrænan, félagslegan þroska og persónuþroska einstaklinga á mismunandi æviskeiðum. Hugað er að ýmsum þáttum sem hafa áhrif á þroska og atgervi, með áherslu á samspil erfða og umhverfis. Að lokum kynnast nemendur völdum frávikum frá dæmigerðum vexti og þroska.