Verkefnastjórnun-leiðtogaþjálfun

Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kallar eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum. Verkefnastjórnun – leiðtogaþjálfun er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og vilja efla leiðtogahæfileika sína. Námið er gagnast stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og í daglegu lífi.

Námið byggir á að efla fjóra megin færniþætti þátttakenda: Stefnumótunarfærni, leiðtoga­færni, skipulagsfærni og samskiptafærni. Námið spannar tvö misseri; unnið er með færniþættina yfir allan náms­tímann og áhersla lögð er á að kenna hagnýtar aðferðir og þjálfa þátttakendur í notkun þeirra. Mikill hluti námsreynslunnar á sér stað í kennslustofunni í fjölbreyttri vinnu og samstarfi. 

Náminu lýkur með því að þátttakendur undirgangast alþjóðlega D-vottun í verkefnastjórnun og fá að henni lokinni alþjóðlegan titil: “Certified Project Management Associate.”

Námið hefur verið kennt við miklar vinsældir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands frá 2003 til 2017. Umsögn: „Þekkingin og reynslan sem ég fékk í þessu námi nýtist mér nánast daglega bæði í leik og starfi.“ Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri hjá Landsvirkjun.