ALM0176 - Almenn sálfræði

Í þessu námskeiði er farið yfir helstu greinar og viðfangsefni sálfræðinnar. Meðal annars verður farið í þroska, tilfinningar, persónuleika, félagsskilning, geðraskanir, líffræði, skynjun, minni, hugsun, greind og nám. Fjallað verður um kenningar, hugtök og aðferðir hverrar greinar. Í námskeiðinu er sóst eftir að gefa innsýn í víðfeðmi sálfræðinnar og samtímis vekja áhuga á greiningu mannlegs eðlis.