Viðfangsefni

 • Námssamfélagið í HA. Samskipti fræðsla og þjónusta.

  Ágætu nemendur.

  Þessi Moodle síða er ætluð til að auka og auðvelda ykkur aðgengi að margvíslegri fræðslu, upplýsingum og þjónustu sem veitt er í HA. Síðan fjallar ekki um námið beint, námskeiðin ykkar á Moodle sjá um það. Þessi síða er til ykkar frá stoðþjónustueiningum HA. Hér eiga þær sitt pláss hver um sig og hér er að finna upplýsingar sem eru hagnýtar fyrir nemendur í upphafi fyrsta skólaárs.

  • Kennslumiðstöð

   Kennslumiðstöð HA (KHA) stuðlar að aukinni notkun tölvu- og upplýsingatækni í háskólanum, veitir nemendum, og starfsfólki, aðstoð og ráðgjöf á því sviði. KHA er með þjónustuborð á 1. hæð fyrir framan K gang.

   Önnur markmið og hlutverk KHA er að veita fagleg aðstoð við kennara í þróun kennsluhátta, hvort sem er í staðar- eða fjarnámi, í formi almennrar ráðgjafar, námskeiða og þróunarstarfs með áherslu á sviði upplýsingatækni og kennslufræði.

   Sneplar: 2Bækur: 14
  • Náms- og starfsráðgjöf

   Í miðstöð náms- og starfsráðgjafar veita er nemendum háskólans veitt margs konar og víðtæk þjónusta, stuðningur og leiðbeiningar á meðan á námi stendur. Einnig er þar veitt ráðgjöf og upplýsingar um námið og þjónustu innan skólans sem nemendur eiga kost á. Miðstöð náms- og starfsráðgjafar háskólans hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika. Námsráðgjafar sinna einnig hvers kyns hagsmunagæslu fyrir nemendur innan háskólans.

   ATH! Haustið 2018 eru tveir ráðgjafar miðstöðvarinnar í veikindaleyfum út september mánuð. Á meðan stendur Ólína Freysteinsdóttir vaktina í miðstöðinni. 


   Snepill: 1URL: 4
  • Nemendaskrá

   Hlutverk nemendaskrár er að halda utanum ýmislegt sem lýtur að skólagöngu nemenda, allt frá innritun til brautskráningar og aðstoða nemendur eftir föngum á þeirri leið. 

   Þjónustuborð nemendaskrár tryggir gott skipulag á daglegu starfi háskólans, hefur umsjón með innritun nýnema og skráningu nemenda í og úr námskeiðum, ásamt því að veita nemendum og starfsfólki almennar upplýsingar og þjónustu. 

   Þjónustuborð nemendaskrár er á 1. hæð á A-gangi á Sólborg. Opið er frá kl. 8-16 og skiptiborðið frá kl. 9-15.30.

   Snepill: 1
  • Próf og skráningar í námskeið

   Sérstakar reglur gilda um prófamál við Háskólann á Akureyri og er nemendum bent á að kynna sér kaflann um Próf og námslotur sem er inni á Ugluvefnum. Þar er hægt að fylgjast með próftöflum, sjá reglur um skráningar í og úr prófum, hvað ber að gera ef veikindi koma upp í prófum, skráningar í sjúkra- og endurtökupróf o.fl.
   Snepill: 1
  • Húsnæði á Sólborg

   Hér er að finna ýmsar leiðbeiningar fyrir kennara varðandi skil í Turnitin ásamt prufuskilahólfi 

   URL: 1Sneplar: 6
  • Alþjóðamál og skiptinám

   Verkefnastjóri alþjóðamála vinnur fyrst og fremst að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir. Verkefnastjóri alþjóðamála hefur yfirumsjón með nemenda og kennaraskiptaáætlunum á borð við Erasmus+, Nordplus og North2North og stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. Verkefnastjóri alþjóðamála veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf Háskólans á Akureyri og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
   Sneplar: 3Skrá: 1
  • Bókasafn og upplýsingaþjónusta

   Bókasafn Háskólans á Akureyri veitir starfsmönnum háskólans, nemendum hans og öðrum, aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms, kennslu og rannsókna. Mikil áhersla er lögð á kennslu og þjálfun nemenda í upplýsingalæsi en það er sú færni sem gerir fólki kleift að leita upplýsinga, leggja mat á gæði þeirra og hagnýta þær. 

   Afgreiðslutími bókasafnsins er:

   mánudagar, miðvikudagar og föstudagar 8:00 - 16:00

   þriðjudagar og fimmtudagar 8:00 - 18:00

   Velkomin!

   Sneplar: 10URL: 7Bækur: 4Síður: 7Skrár: 2