• Námssamfélagið í HA. Samskipti fræðsla og þjónusta.

  Ágætu nemendur.

  Þessi Moodle síða er ætluð til að auka og auðvelda ykkur aðgengi að margvíslegri fræðslu, upplýsingum og þjónustu sem veitt er í HA. Síðan fjallar ekki um námið beint, námskeiðin ykkar á Moodle sjá um það. Þessi síða er til ykkar frá stoðþjónustueiningum HA. Hér eiga þær sitt pláss hver um sig og hér er að finna upplýsingar sem eru hagnýtar fyrir nemendur í upphafi fyrsta skólaárs.

  • Náms- og starfsráðgjöf

   Í miðstöð náms- og starfsráðgjafar veita er nemendum háskólans veitt margs konar og víðtæk þjónusta, stuðningur og leiðbeiningar á meðan á námi stendur. Einnig er þar veitt ráðgjöf og upplýsingar um námið og þjónustu innan skólans sem nemendur eiga kost á. Miðstöð náms- og starfsráðgjafar háskólans hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika. Námsráðgjafar sinna einnig hvers kyns hagsmunagæslu fyrir nemendur innan háskólans.

   ATH! Haustið 2018 eru tveir ráðgjafar miðstöðvarinnar í veikindaleyfum út september mánuð. Á meðan stendur Ólína Freysteinsdóttir vaktina í miðstöðinni. 


  KennslumiðstöðNemendaskrá