• Námssamfélagið í HA. Samskipti fræðsla og þjónusta.

  Ágætu nemendur.

  Þessi Moodle síða er ætluð til að auka og auðvelda ykkur aðgengi að margvíslegri fræðslu, upplýsingum og þjónustu sem veitt er í HA. Síðan fjallar ekki um námið beint, námskeiðin ykkar á Moodle sjá um það. Þessi síða er til ykkar frá stoðþjónustueiningum HA. Hér eiga þær sitt pláss hver um sig og hér er að finna upplýsingar sem eru hagnýtar fyrir nemendur í upphafi fyrsta skólaárs.

  • Nemendaskrá

   Hlutverk nemendaskrár er að halda utanum ýmislegt sem lýtur að skólagöngu nemenda, allt frá innritun til brautskráningar og aðstoða nemendur eftir föngum á þeirri leið. 

   Þjónustuborð nemendaskrár tryggir gott skipulag á daglegu starfi háskólans, hefur umsjón með innritun nýnema og skráningu nemenda í og úr námskeiðum, ásamt því að veita nemendum og starfsfólki almennar upplýsingar og þjónustu. 

   Þjónustuborð nemendaskrár er á 1. hæð á A-gangi á Sólborg. Opið er frá kl. 8-16 og skiptiborðið frá kl. 9-15.30.

  Náms- og starfsráðgjöfPróf og skráningar í námskeið