• Námssamfélagið í HA. Samskipti fræðsla og þjónusta.

  Ágætu nemendur.

  Þessi Moodle síða er ætluð til að auka og auðvelda ykkur aðgengi að margvíslegri fræðslu, upplýsingum og þjónustu sem veitt er í HA. Síðan fjallar ekki um námið beint, námskeiðin ykkar á Moodle sjá um það. Þessi síða er til ykkar frá stoðþjónustueiningum HA. Hér eiga þær sitt pláss hver um sig og hér er að finna upplýsingar sem eru hagnýtar fyrir nemendur í upphafi fyrsta skólaárs.

  • Próf og skráningar í námskeið

   Sérstakar reglur gilda um prófamál við Háskólann á Akureyri og er nemendum bent á að kynna sér kaflann um Próf og námslotur sem er inni á Ugluvefnum. Þar er hægt að fylgjast með próftöflum, sjá reglur um skráningar í og úr prófum, hvað ber að gera ef veikindi koma upp í prófum, skráningar í sjúkra- og endurtökupróf o.fl.
  NemendaskráHúsnæði á Sólborg