Kennslusíðan skipulögð

Úr Moodle leiðbeiningar HA, HÍ og VMA
Stökkva á: flakk, leita

Myndskeiðið hér fyrir neðan sýnir hvernig kennslusíðan er skipulögð og hvernig efni er sett inn á hana.


Slóðin á kennslumyndskeiðið er: https://vimeo.com/21391657


Námskeiðsvefur þarf að endurspegla kennsluáætlun, markmið námskeiðs, innihald og áherslur kennarans. Vel upp settur námskeiðsvefur og skipulagður veitir nemanda góða yfirsýn yfir þá vinnu sem námskeið krefst og styður við vel skipulagt nám. Mikilvægt er að námskeiðsvefur sé tilbúinn í upphafi misseris.

Skipulag kennslusíðu - nokkur mikilvæg atriði

 • Hafa heiti á atriðum lýsandi. Dæmi: Ef lagt er fyrir próf í hverri viku námskeiðs að kalla þau ekki öll "Próf" heldur láta koma fram í heiti um hvaða próf er að ræða. Þetta tengist t.d. notkun á blokkinni "Viðfangsefni".
 • Gæta samræmis. T.d. í uppsetningu vikna/námshluta námskeiðs með því að setja atriði upp í sömu röð í hverri viku og með því að hafa lýsingu verkefna ávallt uppsetta með sama hætti.
 • Fjarlægja blokkir af námskeiðsvef sem ekki verða notaðar í námskeiðinu og setja upp blokkir sem henta betur (sjá nánar um blokkir hér: Blokkir).
 • Setja skrár í möppu t.d. ef þær eru fleiri en 2-3 og skipuleggja í undirmöppur ef þörf krefur.
 • Nota undirsíður t.d. fyrir tenglasöfn eða annað efni sem kennari skrifar sjálfur. Með því að setja efni (texta, myndir, vídeó)á síðu er hægt að uppfæra það beint inn í Moodle í stað þess að hlaða inn nýrri skrá í hvert skipti sem uppfæra þarf. Síða getur t.d. hentað vel fyrir kennsluáætlun (Aðföng > Síða).
 • Setja skýringar á kennslusíðuna t.d. við ákveðin atriði (próf, verkefni, námsefni) nemendum til glöggvunar (Aðföng > Snepill).
 • Nota inndrátt skipulega þar sem hann á við (örin).
 • Auðkenna námshluta sem verið er að fara yfir hverju sinni (ljósaperan).
 • Myndir á kennslusíðu geta bæði lífgað upp á og virkað sem leiðarvísar sem auðvelda nemanda að rata um síðuna, sérstaklega þegar kennslusíða er efnismikil.
 • Setja upp blokk (html blokk) á áberandi stað með tenglum í atriði sem eru mikið notuð í námskeiðinu.
 • Skoða kennslusíðuna frá sjónarhorni þess sem ekkert þekkir til, sjónarhorni nýs nemanda.
 • Fá annan kennara til að skoða kennslusíðuna og gefa gagnrýni.
 • Hafa námskeiðsvefinn tilbúinn í upphafi misseris í samræmi við kennsluáætlun námskeiðs.