Moodle

Vefur: Moodlekerfi Háskólans á Akureyri
Námskeið: Upplýsingasíða nemenda
Bók: Moodle
Printed by: Gestanotandi
Date: Friday, 24. January 2020, 12:14 AM

1. Hvað er Moodle?

Moodle er rafræna kennslukerfi Háskólans á Akureyri.

2. Innskráning

Til að skrá sig inn í moodle er farið á https://moodle.unak.is og þar er innskráningar glugginn. Notandanafnið er HA tölvupóstfangið ykkar og sama lykilorð og þið notið til að skrá ykkur inn í tölvupóstinn.


3. Uppbygging námskeiða

Allir kúrsar eiga að vera með vissa uppbyggingu þannig að auðveldara sé fyrir alla að vinna við kerfið. Við viljum því biðja ykkur um að vera vakandi fyrir þessu og láta okkur vita ef einhver námskeið eru ekki að fylgja þessum settum vinnureglum.

  1. Umsjón - Hérna eru upplýsingar um umsjónarmann námskeiðs ásamt lista yfir þá kennara sem kenna námskeiðinu
  2. Fréttir af uglu - Fréttaveita frá Uglu en þar birtast allar helstu fréttir frá skólanum.
  3. Info um námskeiðið - Hérna setja kennarar inn helstu upplýsingar um námskeiðið, eins og kennsluáætlun, ítarlegri kynningu á kennurum og upplýsingar um kennsluefni.
  4. Spjallsvæði - Hérna eru þessi helstu spjallsvæði sem kennarar nota í gegnum allt námskeiðið. Önnur tímabundin spjallsvæði detta þá á tiltekna viku eða viðfangsefni
  5. Nafn námskeiðis og svokallaðir brauðmolar - Flýtileiðir til að flakka til baka í námskeiðinu.
  6. Námskeiðin mín - Fellilisti yfir öll námskeið sem þú ert í.
  7. Tungumál - fellilisti til að breyta tungumáli kerfisins.
  8. Upplýsingablokk fyrir nemendur
  9. Tilkynningar úr kerfinu
  10. Dagatalið þitt


4. Tips and tricks

Það eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga þegar þið eruð að vinna í Moodle. Hérna eru hagnýtar upplýsingar sem eiga eftir að koma að góðum notum og best væri að þið farið eftir þessu til að koma í veg fyrir vandræði.

Copy/paste verklag

Moodle er vefkerfi og það getur komið fyrir að þegar þið eruð búin að vera vinna í verkefni þá dettur svokallað innskráningar session út og þá getið þið átt í hættu tapa því sem þið voruð búin að skrifa í textareitinn. Til að koma í veg fyrir svona vandræði er að afrita (e. copy) textann áður en þið farið í næstu spurningu, eða skilið verkefninu, þannig að þið eigið allan textann ef eitthvað fer úrskeiðis. Sumir nemendur hafa jafnvel haft það fyrir reglu að afrita öll svör í Word skjal áður en farið er í næstu spurningu eða verkefninu skilað.