Uppsetning á VPN

Vefur: Moodlekerfi Háskólans á Akureyri
Námskeið: Upplýsingasíða nemenda
Bók: Uppsetning á VPN
Printed by: Gestanotandi
Date: Monday, 6. April 2020, 12:25 PM

1. Kynning

Hægt er að tengjast netkerfi Háskólans með VPN (Virtual Private Network) og fá þannig aðgang að gagnasöfnum líkt og tölvur sem tengdar eru staðarneti Háskólans.

2. Cisco Anyconnect

Þetta er ekki hægt að gera á þráðlausa neti skólans


Til þess að tengjast VPN kerfi háskólans þarftu að:

·         Opna netvafra og fara á slóðina https://vpn.unak.is/

·         Skrá þig inn með fullu HA netfangi og svo lykilorðinu þínu..

·         Bíða þar til Manual Installation glugginn kemur upp og smella þá á Windows Desktop/Mac eftir því hvaða stýrikerfi þú ert að nota.

·         Setja upp Cisco Anyconnect hugbúnaðinn sem þú varst að hala niður.
·         Nú ertu búin(n) að setja Cisco Anyconnect upp í tölvunni og þarft að finna forritið og ræsa það.

·         Þegar þú ert búin(n) að ræsa það kemur þessi gluggi upp.
Þú setur inn í reitinn sula.unak.is og smellir á Connect.

·         Hér seturðu svo fullt HA netfang, lykilorðið þitt og smellir á OK.

·         Svo kemur grænt merki við lásinn í glugganum og þá er tengingin orðin virk.

·         Til þess að slökkva og kveikja á VPN tengingunni finnurðu Cisco Iconið , hægri smellir og velur Connect eða Disconnect