Prentarakerfi HA

Vefur: Moodlekerfi Háskólans á Akureyri
Námskeið: Upplýsingasíða nemenda
Bók: Prentarakerfi HA
Printed by: Gestanotandi
Date: Friday, 24. January 2020, 11:15 AM

1. Kynning

Háskólinn er með samstarfssamning við Origo um prentlausn sem kallast Rent a prent. Þetta er skýjalausn og gerir okkur kleift að senda prentverk frá tölvu upp í prentskýið og ná svo í það á hvaða prentara sem er í skólanum.

Hægt er að prenta, ljósrita og skanna á öllum fjölnota vélunum. Sumar geta einnig heftað og gatað.

ATH sjálfvirk stilling á prenturum er að prenta báðu megin í svarthvítu.


Einföld mynd sem sýnir prentferlið


2. Hvað kostar?

Til þess að geta prentar/ljósritað/skannað þarf að leggja pening inn á prentkvóta viðkomandi. Það er gert á þjónustuborði í Miðborg eða bókasafni.

Verðlistinn er eftirfarandi:

Verðlisti

 Sv/HvLitur
A4 öðru megin  10 20
A4 báðu megin  15 30 
A3 öðru megin  20 40
A3 báðu megin  30 60
Skannað  2 2
 


3. Snjallkortið/nemendaskírteinið

Til þess að skrá þig inn á prentarana er best að nota snjallkortið/nemendaskírteinið, sjá nánar um það í eBókinni Snjallkort - nemendaskírteini

Á öllum prenturum er nálgunarskynjari fyrir snallkort. Þegar kortið er borið upp að lesaranum skráist viðkomandi inn í prentarann og getur notað hann. Þegar viðkomandi er búinn að nota prentarann þarf hann að skrá sig út af honum aftur með því að nota kortið eða ýta á ID takkann á tækinu.

ATH ef útskráning er ekki framkvæmd mun tækið skrá sjálfkrafa út eftir 60 sekúndur, á meðan getur hver sem er komist í tækið og ljósritað á kostnað þess sem fyrir var.

3.1. Ekkert snjallkort?

Ef þú ert ekki með snjallkort eða hefur gleymt því getur þú samt notað prentkerfið.

Ef þú hefur ekki sótt um kort ferðu svona að:

 1. sendir prentverk á prentskýið (kerfið sendir þér 5 stafa TIC númer)
 2. skoðar póstinn þinn og finnur TIC númerið
 3. notar TIC númerið til þess að skrá þig inn á vélarnar


Ef þú hefur gleymt því ferðu svona að:

 1. ferð á næsta þjónustuborð og biður um að kortið þitt sé aftengt prentkerfinu
 2. sendir prentverk á prentskýið (kerfið sendir þér 5 stafa TIC númer)
 3. skoðar póstinn þinn og finnur TIC númerið
 4. notar TIC númerið til þess að skrá þig inn á vélarnar

Þegar þú kemur svo næst með kortið getur þú virkjað það með því að:

 1. ganga að næsta prentara
 2. bera kortið upp að lesaranum
 3. pikkar inn TIC númerið (kerfið mun nú skipta út TIC númerinu og setja kortið í staðinn)


4. Hvernig á að prenta?

Þegar búið er að senda skjal á prentskýið er hægt að ná í það á hvaða prentara sem er tengdur prentkerfinu.

Svona ferðu að:

 • senda skjal á prentskýið
 • finna hentugan prentara
 • skrá þig inn í prentarann
 • velja "Secure print"
 • velja skjalið sem á að prenta út
 • velja "print and delete"

ATH sjálfvirk stilling á prenturum er að prenta báðu megin í svarthvítu.

Ef prenta á skjalið með öðrum stillingum þarf að breyta þeim áður en skjalið er sent (í tölvunni) eða áður en það er prentað út (á prentara)5. Uppsetning á windows

Hægt er að setja upp tengingu við prentkerfið á Windows tölvum. Svona er það gert:

 • Ýta á Windows takkann á lyklaborðinu
 • skrifa eftirfarandi í leitargluggann \\prent.unak.is\print
 • ýta á Enter
 • skrá inn HA netfagið (allt netfangið, líka @unak.is)
 • skrá inn lykilorðið
 • ýta á Enter

Windows setur upp prentrekilinn og þarf að smella á "Install Driver" þegar sá gluggi kemur upp. Eftir það er prentarinn klár.

6. Uppsetning á Mac

Hægt er að setja tengingu við prentkerfið á Mac tölvum. Svona er það gert:

 1. Fara inn á þessa síðu: http://www.canon-europe.com/support/products/imagerunner/imagerunner-advance-c5235i.aspx?type=drivers&driverdetailid=tcm:13-1403171&os=OS
 2. Smellið á græna Download takkann hægra megin á síðunni.
 3. Opna skrána þegar hún er komin í tölvuna
 4. Opna möppuna iR-ADV C5235_5240 og keyra skrána í þeirri möppu og muna hvar hún endar
 5. Fara í „Eplið" og í" System Preferences"
 6. Veljið þar „Print & Scanner" 7. Þá kemur upp valmynd sem sýnir uppsetta prentara á vélinni. Smellið þar á „+" neðarlega í vinstra horninu til að bæta við prentara. 8. Veljið „Advanced" takann (Ef enginn er „Advanced" takkinn sjá *). 
  * „Advanced" takkinn er ekki alltaf sýnilegur í Apple. Þá þarf að hægrismella á stikuna hægra megin við „More Printers" og velja „Customize Toolbar" og síðan er „Advanced" táknið dregið og staðsett við hlið More Printers.
 9. Skrifið eftirfarandi í viðeigandi reiti:
  Type: LPD/LPR Host or Printer
  URL: lpd://notandi@prent.unak.is/mac (notandi er ha-notendanafnið)
  Print Using: Fara í Other og finna og velja skrána úr skrefi 5
 10. Smellið á Add og prentarinn er tengdur.