Snjallkort - nemendaskírteini

Vefur: Moodlekerfi Háskólans á Akureyri
Námskeið: Upplýsingasíða nemenda
Bók: Snjallkort - nemendaskírteini
Printed by: Gestanotandi
Date: Sunday, 5. April 2020, 1:28 PM

Efnisyfirlit

1. Kynning

Nemendur fá Snjallkortið til afnota án endurgjalds.

Snjallkortið er allt í senn:

  • aðgangskort að prentkerfinu
  • bókasafnskort
  • nemendafélagsskírteini SHA
  • aðgangskort að húsnæði HA


Svona sækir þú um snjallkortið/nemendaskírteinið:

Þú sendir tölvupóst á kort@unak.is og óskar eftir snjallkorti/nemendaskírteini, eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja:

  • Fullt nafn
  • Kennitala
  • HA netfang
  • Passamynd (eða álíka snyrtileg mynd)

Þegar snjallkortið er tilbúið færðu staðfestingu í tölvupósti og getur sótt það á þjónustuborð bókasafns.