Office 365

3. Outlook/E-mail

3.4. Pósturinn í Android

Hægt er að setja póstinn í Android á tvo vegu, annarsvegar með Outlook fyrir Android og hinsvegar nota póstfítusa sem eru innbyggðir í Android.

Android Mail

Innbyggða uppsetning fyrir Android er yfirleitt eins á flestum Android tækjum, bara mismunandi hvaða leið þú ferð til að finna það. Undir settings ætti að vera Accounts einhversstaðar og þar þarf að velja Add Account. Þá færðu upp valmöguleika um hvernig account þú vilt setja upp, við viljum setja upp Microsoft Exchange.


Þá kemur upp gluggi þar sem inn eru settar upplýsingar, tölvupóstfangið, lykilorðið og svo ýtt á Next. Í einhverjum tilfellum er þetta nóg.


En í einhverjum tilfellum er þetta ekki svona auðvelt og þá þarf að setja inn frekari upplýsingar. Þá kemur eftirfarandi gluggi og þarf að setja inn meiri upplýsingar, eins og sést á myndinni.


Þá er að velja hvað þú vilt synca, yfirleitt tekur maður SMS út svo að pósthólfið fyllist ekki af þeim, en þú ræður alveg hvað þú syncar.


Að lokum er bara að setja inn nafn á Accountin, eitthvað lýsandi fyrir þig t.d. HA Póstur, og fullt nafn í neðri reitinn.Outlook fyrir Android

Hægt er að fara ýmist í Google Play og leita að Outlook eða nota þennan hlekk til að sækja Outlook fyrir Android. Því næst er að smella á Install til að setja appið upp á Android tækinu þínu.


Þegar búið er að setja appið upp þá er bara að opna og hefja uppsetningu á póstinum. Einfaldast er að smella stax á Get Started.


Næst er að velja réttan reikning (e. account) til að setja upp á Android tækinu, sem í þessu tilfelli er Office 365.


Þá kemur upp innskráningarglugginn frá Microsoft þar sem sett er inn HA notandanafnið. Þegar það er komið þá kemur redirect gluggi sem beinir á innskráningarsíðu HA.Þegar komið er á HA innskráningarsíðuna þá er að setja inn HA notandanafnið aftur, ef það er ekki þar inni fyrir, lykilorðið í reitinn fyrir neðan og svo velja Sign in.


Eftir þetta þá fer appið í að setja allt upp og gera klárt og þegar því er öllu lokið þá færðu upp Inbox, eins og sést á eftirfarandi mynd. Núna er allt klárt til notkunar.