Office 365

4. OneDrive

4.1. Hvernig á að setja skrár á svæðið

Það er gott að vita hvernig maður kemur skrám á OneDrive svæðið til að geta notað þetta fína úrræði.

Það eru tvær leiðir til að koma skjölum á OneDrive svæðið þitt. Fyrri leiðin er að smella á upload hnappinn og þá opnast guggi þar sem þú getur valið skránna, eða skrárnar, sem þú vilt setja inn.


Síðari leiðin er þá að hreinlega draga skrárnar úr skráarglugga yfir í vafrann og líkt og hitt þá er hægt að taka eina skrá eða margar í einu.Svo að lokum þá er hérna eilítið myndband beint frá microsoft sem sýnir þetta líka, þó svo að viðmótið sé örlítið öðruvísi.

<a href="http://video.msn.com?mkt=en-us&playlist=videoByUuids:uuids:9c74036a-dc7e-4ad2-87c0-ac79bce0794f&showPlaylist=true&from=shareembed-syndication" target="_new" title="How to upload files">Video: How to upload files</a>