Office 365

2. Office pakkinn

2.1. Office á PC

Nú þegar það á að nota Word, excel, powerpoint eða aðrar office vörur þá er nú gott að vera með það uppsett á vélinni. 

Að sjálfsögðu þarf að byrja á því að skrá sig inn á Office365 síðuna, sem þú ættir að hafa lesið þér til um hérna.

Þegar búið er að skrá sig inn þá er að fara á aðalsíðuna til að sækja uppsetningarskránna. Fyrsta skrefið er að smella á Office365 uppi vinstra meginn. Þá færðu svipaða valmynd og sést hér að neðan. Til að geta sótt skránna þarf því næst að smella á Install software hnappinn uppi í hægra horninu.


Þá fer tölvan í það að sækja uppsetningarskránna. Það fer eftir vafra hvert næsta skref er, ýmist vill hann bara sækja skránna fyrst og spyr svo hvað þú vilt gera eða vafrin spyr hvort þú vilt vista skránna eða keyra hana. Best er að keyra hana beint. 

Í flestum tölvum byrja að koma upp allskyns öryggisventlar sem spyrja hvort þú viljir alveg örugglega keyra þessa skrá og hvort þú treystir henni. Við segjum náttúrulega bara já og amen við þessu öllu og að því loknu byrjar vélin að setja hugbúnaðinn upp.

Núna er bara að bíða eftir að þetta klárist allt vel og örugglega og því þarf að passa að tölvan sé nettengd á meðan.  Þegar þessu er lokið þá kemur upp smá gluggi í lokin þar sem þið smellið bara á Close.

Að lokum er gott að opna Word, Excel eða Powerpoint til að gera eina loka stillingu. Smella á Office Open XML Format og svo á OK.