Office 365

2. Office pakkinn

2.3. Office á iPad/iPhone

Hérna eru upplýsingar um hvernig er best að setja upp office pakkan á iOS vélbúnað (iPad/iPhone)

Ef þú hefur eitthvað notað iPhone eða iPad þá ætti þetta ekki að vera flókið í uppsetningu. Það er hægt að setja upp Word, Excel og Powerpoint frítt á Apple App Store.

Þá er bara að fletta í gegnum kynninguna sem kemur þegar appið er opnað, en í lokin kemur innskráningargluggi og þú velur innskráningu (e. Sign In). Þá er bara að setja inn HA notandanafnið þitt og skrá þig inn.


Svona gengur þetta fyrir sig á hverju og einu appi og þar með ertu komin(n) með office á iPad/iPhone.