Office 365

3. Outlook/Pósturinn

3.2. Pósturinn í Outlook

Einhverjir vilja væntanlega nýta sér Outlook sem kemur með office pakkanum og setja háskólapóstinn sinn upp á tölvunni sinni. Við skulum renna aðeins í gegnum það ferli hér. Og neðst er svo myndband um hvernig þetta er gert í Mac

Byrjum á því að ræsa Outlook í fyrsta skipti. Þá kemur upp þessi fína valmynd sem ég birti hér að neðan. Til að svo að fara á næsta glugga þá er bara að smella á Next. 


Næsti valmyndargluggi spyr hvort þú viljir bæta við póstaðgangi, sem við viljum jú gera, og þá er bara að velja yes og smella á Next.


Núna erum við komin með gluggan þar sem allt kjötið fer á beinin. Hérna setur þú inn fullt nafn í fyrsta gluggan, í næsta glugga fer svo netfangið þitt, þvínæst setur þú lykilorð þitt í síðustu tvo gluggana og smellir svo á Next.


Að lokum kemur gluggi sem sýnir þér hvernig gengur að setja upp á bakvið tjöldin. Ef allt hefur verið sett upp þá rúllar þetta bara sjálfkrafa í gegn og þú ýtir á Finish þegar allt er komið. Ef það kemur rautt X einhversstaðar, líklegast í síðasta liðnum, þá hefur eitthvað klikkað í notandanafni eða lykilorði. Til að auðvelda fyrir þeim sem aðstoða þá er best að skrá sig inn í vefpóstinn til að ganga úr skugga um að notandanafn og lykilorð séu öruggleg að virka.


Þegar þú hefur náð að smella á Finish þá ertu komin með háskólapóstinn í outlook hjá þér og outlook fer í það að sækja póstinn þinn.