Office 365

3. Outlook/Pósturinn

3.3. Pósturinn í iOS (iPhone/iPad)

Byrjum á því að smella á settings flettum niður í "Mail, Contacts, Calendars"


Hægra meginn í valmyndinni veljum við Add Account og þá fáum við upp eftirfarandi valmynd og þar veljum við Exchange eða Office 365 ef það er hægt.


Þá þarf bara að skella inn innskráningarupplýsingum sem er þá HA notandanafnið þitt (HA tölvupóstfangið þitt), lykilorð, setja inn lýsingu (e. Description) og smella á Next.


Þarna fer allt af stað og á iPad/iPhone að sækja allar stillingar sjálfkrafa og þá kemur bara upp skjár sem þú velur hvað þú vilt synca niður á tækið og ýtir svo á save.


Núna er pósturinn þinn kominn í iPad/iPhone tækið þitt.