Moodle

4. Tips and tricks

Það eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga þegar þið eruð að vinna í Moodle. Hérna eru hagnýtar upplýsingar sem eiga eftir að koma að góðum notum og best væri að þið farið eftir þessu til að koma í veg fyrir vandræði.

Copy/paste verklag

Moodle er vefkerfi og það getur komið fyrir að þegar þið eruð búin að vera vinna í verkefni þá dettur svokallað innskráningar session út og þá getið þið átt í hættu tapa því sem þið voruð búin að skrifa í textareitinn. Til að koma í veg fyrir svona vandræði er að afrita (e. copy) textann áður en þið farið í næstu spurningu, eða skilið verkefninu, þannig að þið eigið allan textann ef eitthvað fer úrskeiðis. Sumir nemendur hafa jafnvel haft það fyrir reglu að afrita öll svör í Word skjal áður en farið er í næstu spurningu eða verkefninu skilað.