Uppsetning á VPN

2. Cisco Anyconnect

Þetta er ekki hægt að gera á þráðlausa neti skólans


Til þess að tengjast VPN kerfi háskólans þarftu að:

·         Opna netvafra og fara á slóðina https://vpn.unak.is/

·         Skrá þig inn með fullu HA netfangi og svo lykilorðinu þínu..

·         Bíða þar til Manual Installation glugginn kemur upp og smella þá á Windows Desktop/Mac eftir því hvaða stýrikerfi þú ert að nota.

·         Setja upp Cisco Anyconnect hugbúnaðinn sem þú varst að hala niður.
·         Nú ertu búin(n) að setja Cisco Anyconnect upp í tölvunni og þarft að finna forritið og ræsa það.

·         Þegar þú ert búin(n) að ræsa það kemur þessi gluggi upp.
Þú setur inn í reitinn sula.unak.is og smellir á Connect.

·         Hér seturðu svo fullt HA netfang, lykilorðið þitt og smellir á OK.

·         Svo kemur grænt merki við lásinn í glugganum og þá er tengingin orðin virk.

·         Til þess að slökkva og kveikja á VPN tengingunni finnurðu Cisco Iconið , hægri smellir og velur Connect eða Disconnect