Prentarakerfi HA

1. Kynning

Háskólinn er með samstarfssamning við Origo um prentlausn sem kallast Rent a prent. Þetta er skýjalausn og gerir okkur kleift að senda prentverk frá tölvu upp í prentskýið og ná svo í það á hvaða prentara sem er í skólanum.

Hægt er að prenta, ljósrita og skanna á öllum fjölnota vélunum. Sumar geta einnig heftað og gatað.

ATH sjálfvirk stilling á prenturum er að prenta báðu megin í svarthvítu.


Einföld mynd sem sýnir prentferlið