Prentarakerfi HA

5. Uppsetning á windows

Hægt er að setja upp tengingu við prentkerfið á Windows tölvum. Svona er það gert:

  • Ýta á Windows takkann á lyklaborðinu
  • skrifa eftirfarandi í leitargluggann \\prent.unak.is\print
  • ýta á Enter
  • skrá inn HA netfagið (allt netfangið, líka @unak.is)
  • skrá inn lykilorðið
  • ýta á Enter

Windows setur upp prentrekilinn og þarf að smella á "Install Driver" þegar sá gluggi kemur upp. Eftir það er prentarinn klár.