Prentarakerfi HA

3. Snjallkortið/nemendaskírteinið

Til þess að skrá þig inn á prentarana er best að nota snjallkortið/nemendaskírteinið, sjá nánar um það í eBókinni Snjallkort - nemendaskírteini

Á öllum prenturum er nálgunarskynjari fyrir snallkort. Þegar kortið er borið upp að lesaranum skráist viðkomandi inn í prentarann og getur notað hann. Þegar viðkomandi er búinn að nota prentarann þarf hann að skrá sig út af honum aftur með því að nota kortið eða ýta á ID takkann á tækinu.

ATH ef útskráning er ekki framkvæmd mun tækið skrá sjálfkrafa út eftir 60 sekúndur, á meðan getur hver sem er komist í tækið og ljósritað á kostnað þess sem fyrir var.