DOI númer

1. Notkun DOI (Digital Object Identifier)

Ef doi númer (DOI - Digital Object Identifier) fylgir fræðilegum tímaritsgreinum í rafrænu formi þá þarf að setja doi númerið með öðrum upplýsingum um greinina sem hluta af heimidaskráningu.  Þetta tryggir öruggari aðgang að rafrænum greinum því doi númer breytist aldrei en vefslóðir geta breyst og verða óvirkar, þ.e. "broken links".  

Ef doi númer fylgir tímaritsgreinum felur það í sér að greinina er að finna á vefnum. Þegar það er skráð í heimildaskrá er númerið skrifað með litlum stöfum, þar á eftir tvípunktur og síðan doi númerið án þess að hafa bil á milli. 

Dæmi um hvernig á að vísa í rafrænar tímaritsgreinar með doi númeri samkvæmt APA kerfinu:

Doi númer kynning