RefWorks

1. Hvað er RefWorks?

RefWorks er heimildaskráningarforrit sem hjálpar þér að halda utan um heimildir (til dæmis rafrænar greinar, bækur og heimasíður) og að búa til heimildaskrá samkvæmt mismunandi stöðlum eins og APA kerfinu sem flestir nota í Háskólanum á Akureyri.


Það er einnig hægt að handskrá heimildir í heimildaskrá en RefWorks sparar þér heilmikin tíma og með reynslu og æfingu léttir það þér lífið.  Sérstaklega þegar þú ert lengra komin í náminu og með stærri verkefni sem krefjast meira utanumhalds. Við mælum því með að þú lærir á það og notir sem fyrst. 

Á vef bókasafnsins eru leiðbeiningar og upptökur um notkun RefWorks. 


RefWorks