Snjallkort - lánþegaskírteini á bókasafni og nemendaskírteini

Við mælum eindregið með því að nemendur HA sæki um snjallkort vegna þess að kortið er notað sem:

  • lánþegaskírteini - til framvísunar þegar bækur eða önnur gögn eru fengin að láni á Bókasafni HA. 

  • aðgangskort að prentkerfinu - hægt er að kaupa prentkvóta á bókasafninu og á svæðinu eru tvær ljósritunarvélar.

  • aðgangskort að les- og vinnuaðstöðu bókasafnsins - nemendur hafa aðgang að les- og vinnuaðstöðu bókasafnsins allan sólarhringinn.

Snjallkortið kostar ekkert og Kennslumiðstöð HA veitir leiðbeiningar um hvernig sótt er um snjallkortið.

Útlán

Síðast breytt: Wednesday, 22. August 2018, 8:53 AM